Fréttir

Klara, Emma, Brynja og Rannveig áfram með liði Tindastóls

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur tilkynnt að þær Klara Sólveig Björgvinsdóttir, Emma Katrín Helgadóttir, Brynja Líf Júlíusdóttir og Rannveig Guðmundsdóttir hafa framlengt samninga sína og munu leika með liði Tindastóls í Bónus deildinni næsta tímabil. „Það er langtímaverkefni að halda úti stöðugu kvennaliði og því er afar mikilvægt að halda í og þróa áfram þennan sterka íslenska kjarna“ segir Dagur Þór, formaður.
Meira

Íslandsmeistari úr Hjaltadalnum

Þórgunnur Þórarinsdóttir er ung Skagafjarðarmær sem hefur náð mögnuðum árangri í hestaíþróttum. Þórgunnur keppir í Ungmennaflokki en hún er dóttir Þórarins Eymundssonar tamningamanns og reiðkennara og séra Sigríðar Gunnarsdóttur en þau búa á Nautabúi í Hjaltadal.
Meira

Byrðuhlaupið í Hjaltadal

Byrðuhlaupið í Hjaltadal var fyrst haldið 15. ágúst 2009 á Hólahátíð. „Hlaupið var frá Grunnskólanum að Hólum sem leið lá eftir vegum og göngustígum upp í Gvendarskál. Átta hlauparar tóku þátt og varð Guðmundur Elí Jóhannsson fyrstur í mark á tímanum 34:09 mínútum," sagði í frétt í Feyki. Að sögn Katharinu Sommermeier, formanns Umf. Hjalta, er leiðin 2,7 km löng með 430 m hækkun. Það var Rafnkell Jónsson sem átti metið til margra ára, fór leiðina á 25:22 þegar hann var að þjálfa fyrir Járnkarlinn en nú var heimsmetið hans loks slegið. Það gerði Christian Klopsch, 33 ára gamall Þjóðverji sem fór leiðina á 24:59 mínútum og bætti gamla metið um 23 sekúndur.
Meira

Húnabyggð gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð Vegagerðarinnar

Byggðarráð Húnabyggðar gerði alvarlegar athugasemdir við upplýsingagjöf Vegagerðarinnar á fundi sínum sl. þriðjudag. Í frétt Húnahornsins af málinu segir að Vegagerðin hafi ekki tilkynnti Húnabyggð formlega um frestun framkvæmda við Skagaveg þegar sú ákvörðun var tekin, heldur kom hún fram um tveimur mánuðum seinna. Þá hefur Vegagerðin ekki sett fram trúverðugar ástæður fyrir þessum töfum, að mati byggðarráðs.
Meira

Startup Landið – hraðall fyrir nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni

Nú er opið fyrir umsóknir í Startup Landið, sjö vikna viðskiptahraðal sem ætlaður er frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum á landsbyggðunum. Á heimasíðu SSNV segir að Hraðallinn hefjist 18. september og lýkur með lokaviðburði 30. október þar sem þátttakendur kynna verkefni sín.
Meira

Lukkuklukkur klingdu á klikkuðum tónleikum

Það var heldur betur stuð og stemmari á tónleikunum Græni Salurinn sem fóru fram í Bifröst á Sauðárkróki föstudaginn 27. júní síðastliðinn. Að sögn Guðbrandar Ægis Ásbjörnssonar, sem er einn forvígismanna tónleikanna, þá var rúmlega fullt hús eða um það bil 110 gestir. Þeim var boðið upp á fjölbreytta og ferska tónlistarveislu en um 30 flytjendur stigu á stokk en alls voru atriðin ellefu talsins.
Meira

Hafnarframkvæmdir fyrirferðarmiklar á Skagaströnd

„Það eru ýmsar framkvæmdir á döfinni í sumar,“ sagði Alexandra, sveitarstjóri Skagastrandar, þegar Feykir spurðist fyrir um helstu verkefni sveitarfélagsins í sumar og til lengri tíma litið. „Stærstu verkefnin tengjast Spákonufellshöfða og Skagastrandarhöfn.“
Meira

Búið að finna aðalleikarann í Bless, bless Blesi

„Það er margt í mörgu,“ sagði einhver eldklár. Körfuknattleiksdeild Tindastóls tilkynnti í vikunni um óvenjulega fjáröflun sem tengist stóru sjónvarpsþáttaverkefni sem tekið verður upp í Skagafirði næstu vikurnar. Serían gerist m.a. á Landsmóti hestamanna og til að allt verði sem best lukkað þarf góðan hóp fólks til að sitja í áhorfendastúkunni á Hólum. En hvaða þættir eru þetta? Feykir forvitnaðist örlítið um sjónvarpsseríuna Bless, bless Blesi.
Meira

Stefnt á að hefja nám í matvælaiðn við FNV í haust

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra hefur undanfarið, í samstarfi við Kaupfélag Skagfirðinga, unnið að nýrri námsbraut í matvælaiðn. Í tilkynningu á vef skólans segir að brautin sé 60 einingar og ljúka nemendur námi á 2. þrepi framhaldsskólastigs.
Meira

Hvað kostar mannslíf? | Högni Elfar Gylfason skrifar

Nú er það svo að undirritaður hefur áður tjáð sig um reiðvegamál í Skagafirði og þá einna helst skort á reiðvegum þar sem þörfin er mest. Ekki er hægt að halda því fram að ekkert hafi verið gert, en þó virðist svo vera að ekki sé skoðað hversu mikil þörfin er á hverju svæði fyrir sig. Að því sögðu er líklega ekkert óeðlilegt við það að ár eftir ár sé lítið gert þar sem mikil umferð hesta og rekstra fer um.
Meira